banner
   mið 20. maí 2020 17:31
Ívan Guðjón Baldursson
Helgi Seljan um Mækarann: Telur sig Mourinho en er í besta falli skeiðklukkueigandi
Mynd: Hulda Margrét
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, sem er einnig þekktur sem Mikki, Mike eða Mækarinn, ræðir reglulega málin við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Í fyrradag var helgaruppgjör Dr. Football sett á netið og eftir um hálftíma barst talið að kvennaboltanum og félagaskiptum Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur í Selfoss.

Mikael lét þá afar umdeild ummæli falla þar sem hann hljómaði afar hneykslaður á hversu há laun landsliðskonan Anna Björk fær hjá Selfossi. Hann segir þau vera hærri en meðallaun í efstu deild karla

Flestir hafa hrósað Selfossi fyrir að bjóða Önnu Björk samkeppnishæfan samning til að lokka hana heim eftir nokkur ár erlendis. Fréttamaðurinn Helgi Seljan Jóhannsson sparaði ekki stóru orðin í gagnrýni sinni á ummælum Mikaels.

„What a shocker! Gæi sem telur sig Mourinho en er í besta falli skeiðklukkueigandi með vald til að ráða hver klæðist hvaða jogginggalla á sparkvelli í Njarðvík, talar með rassgatinu," skrifaði Helgi á Twitter.

Ummæli Mikaels:



Athugasemdir
banner
banner
banner