Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. maí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sami Khedira leggur skóna á hilluna eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Sami Khedira hefur ákveðið að hætta sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir að þýska deildartímabilinu lýkur

Khedira er 34 ára gamall og lék fyrir Stuttgart, Real Madrid og Juventus áður en hann gekk í raðir Hertha á frjálsri sölu í febrúar.

Khedira hefur verið mikið meiddur hjá Hertha en hefur þó alltaf komið við sögu þegar hann er heill heilsu.

Hertha virtist vera að falla þegar lokakafli tímabilsins fór af stað en 17 stig úr síðustu 10 leikjum björguðu félaginu frá falli.

Khedira spilaði um 150 leiki bæði fyrir Real og Juventus auk þess að eiga 77 leiki að baki fyrir þýska landsliðið. Hann vann ógrynni titla á ferlinum, meðal annars þýsku deildina með Stuttgart 2007.

„Þetta er erfið ákvörðun en 15 ár af atvinnumennsku hafa tekið sinn toll. Guð hefur verið mér góður en það var líka gífurlega mikil vinna á bakvið ferilinn," sagði Khedira.

„Núna vil ég taka smá hvíld frá knattspyrnuheiminum en hún verður ekki of löng. Ég er spenntur fyrir að starfa áfram í kringum knattspyrnu."
Athugasemdir
banner