Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 20. maí 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sölvi vonandi klár gegn Fylki" - Lengra í Ingvar
Sölvi kannski með í næsta leik
Sölvi kannski með í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar eftir leik gegn KA í fyrra.
Ingvar eftir leik gegn KA í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur endurheimtir Karl Friðleif Gunnarsson inn í leikmannahóp sinn þegar liðið mætir KA á morgun. Kalli mátti ekki spila gegn Breiðabliki á sunnudag þar sem hann er á láni frá Blikum.

Liðið verður hins vegar áfram án Sölvar Geirs Ottesen og Ingvars Jónssonar. Kristall Máni Ingason, sem fór af velli í hálfleik gegn Blikum, er þá klár í slaginn.

Kristall Máni fór af velli í hálfleik gegn Blikum. Var það vegna meiðsla?

„Hann kvartaði undan veikindum í hálfleik og var slappur í 1-2 daga eftir leik líka. Hann fékk einhverja magapest og bað um það sjálfur að fara út af. Hann er fínn núna, búinn að æfa tvo daga í röð.“

Hvernig er staðan á öðrum?

„Kalli kemur inn í hópinn aftur. Sölvi verður ekki með á morgun, hann er miklu skárri og verður vonandi klár fyrir Fylkisleikinn.“

Verður Ingvar á bekknum á morgun?

„Nei, hann nær því ekki. Hann er ekki byrjaður að æfa á fullu með liðinu. Við erum frekar að horfa á hann eftir landsleikjapásu,“ sagði Arnar.

Víkingur mætir, sem fyrr segir, KA á morgun í toppslag deildarinnar. Liðin eru bæði með tíu stig eftir fjórar umferðir líkt og Valur og FH.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner