Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 20. maí 2022 22:28
Daníel Smári Magnússon
Láki: Eftir 2-3 ár þá verður þetta svakalega flott lið
Lengjudeildin
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Mynd: Palli Jóh / thorsport

„Mér fannst Grindvíkingarnir aðeins ofan á í baráttu í fyrri hálfleik, en annars bara jafn fyrri hálfleikur. Svo fannst mér nú bara einstefna í seinni hálfleik. Við spiluðum mjög vel, en vantaði aðeins herslumuninn á síðasta þriðjung. Þeir blokkeruðu alveg ótal skot og vörðust gríðarlega vel. Maður hélt að þetta ætlaði aldrei að koma, en við tókum 88. mínútu á móti Kórdrengjum og þetta var hrikalega sætt,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Það virtist sitja smá í Þórsliðinu að hafa fengið skell í Grafarvogi gegn Fjölni og liðið varð undir í baráttunni í fyrri hálfleik í kvöld. 

„Við áttum mjög slakan dag í síðustu umferð og erum búnir að vera að reyna að vinna í því að ná liðinu bara upp andlega eftir það og ég er bara hrikalega stoltur af liðinu og þegar menn halda áfram að þá dettur þetta oftast fyrir þig eins og það gerði þarna í lokin.''

Þorlákur er talsvert sáttari en kollegi sinn í Grindavík með jafnteflið og þrátt fyrir að hafa viljað sigur að þá minnir hann á að liðið er ungt og í mótun.

„Auðvitað var þetta leikur sem að við vildum vinna og við viljum vinna alla leiki, en að sama skapi þá vitum við alveg að liðið er í mótun og við ætlum að vinna með þetta lið næstu 2-3 árin. Það munu koma einhverjir leikir þar sem að við munum spila illa og tapa og menn munu gera mistök en það skiptir bara engu máli. Eftir 2-3 þá verður þetta svakalega flott lið.''


Athugasemdir
banner
banner