Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 20. maí 2022 22:28
Daníel Smári Magnússon
Láki: Eftir 2-3 ár þá verður þetta svakalega flott lið
Lengjudeildin
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Mynd: Palli Jóh / thorsport

„Mér fannst Grindvíkingarnir aðeins ofan á í baráttu í fyrri hálfleik, en annars bara jafn fyrri hálfleikur. Svo fannst mér nú bara einstefna í seinni hálfleik. Við spiluðum mjög vel, en vantaði aðeins herslumuninn á síðasta þriðjung. Þeir blokkeruðu alveg ótal skot og vörðust gríðarlega vel. Maður hélt að þetta ætlaði aldrei að koma, en við tókum 88. mínútu á móti Kórdrengjum og þetta var hrikalega sætt,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Það virtist sitja smá í Þórsliðinu að hafa fengið skell í Grafarvogi gegn Fjölni og liðið varð undir í baráttunni í fyrri hálfleik í kvöld. 

„Við áttum mjög slakan dag í síðustu umferð og erum búnir að vera að reyna að vinna í því að ná liðinu bara upp andlega eftir það og ég er bara hrikalega stoltur af liðinu og þegar menn halda áfram að þá dettur þetta oftast fyrir þig eins og það gerði þarna í lokin.''

Þorlákur er talsvert sáttari en kollegi sinn í Grindavík með jafnteflið og þrátt fyrir að hafa viljað sigur að þá minnir hann á að liðið er ungt og í mótun.

„Auðvitað var þetta leikur sem að við vildum vinna og við viljum vinna alla leiki, en að sama skapi þá vitum við alveg að liðið er í mótun og við ætlum að vinna með þetta lið næstu 2-3 árin. Það munu koma einhverjir leikir þar sem að við munum spila illa og tapa og menn munu gera mistök en það skiptir bara engu máli. Eftir 2-3 þá verður þetta svakalega flott lið.''


Athugasemdir
banner
banner
banner