Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 20. maí 2022 22:28
Daníel Smári Magnússon
Láki: Eftir 2-3 ár þá verður þetta svakalega flott lið
Lengjudeildin
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Mynd: Palli Jóh / thorsport

„Mér fannst Grindvíkingarnir aðeins ofan á í baráttu í fyrri hálfleik, en annars bara jafn fyrri hálfleikur. Svo fannst mér nú bara einstefna í seinni hálfleik. Við spiluðum mjög vel, en vantaði aðeins herslumuninn á síðasta þriðjung. Þeir blokkeruðu alveg ótal skot og vörðust gríðarlega vel. Maður hélt að þetta ætlaði aldrei að koma, en við tókum 88. mínútu á móti Kórdrengjum og þetta var hrikalega sætt,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Það virtist sitja smá í Þórsliðinu að hafa fengið skell í Grafarvogi gegn Fjölni og liðið varð undir í baráttunni í fyrri hálfleik í kvöld. 

„Við áttum mjög slakan dag í síðustu umferð og erum búnir að vera að reyna að vinna í því að ná liðinu bara upp andlega eftir það og ég er bara hrikalega stoltur af liðinu og þegar menn halda áfram að þá dettur þetta oftast fyrir þig eins og það gerði þarna í lokin.''

Þorlákur er talsvert sáttari en kollegi sinn í Grindavík með jafnteflið og þrátt fyrir að hafa viljað sigur að þá minnir hann á að liðið er ungt og í mótun.

„Auðvitað var þetta leikur sem að við vildum vinna og við viljum vinna alla leiki, en að sama skapi þá vitum við alveg að liðið er í mótun og við ætlum að vinna með þetta lið næstu 2-3 árin. Það munu koma einhverjir leikir þar sem að við munum spila illa og tapa og menn munu gera mistök en það skiptir bara engu máli. Eftir 2-3 þá verður þetta svakalega flott lið.''


Athugasemdir
banner