mán 20. maí 2024 15:55
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Þægilegt fyrir Víking gegn Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 1 - 4 Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric ('4)
1-1 Silas Songani ('32)
1-2 Danijel Dejan Djuric ('35)
1-3 Ari Sigurpálsson ('45)
1-4 Erlingur Agnarsson ('95)

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Nýliðar Vestra tóku á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings R. í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla og tóku gestirnir forystuna snemma leiks.

Danijel Dejan Djuric skoraði strax á fjórðu mínútu eftir fyrirgjöf frá Aroni Elís Þrándarsyni. Bæði lið fengu færi til að bæta marki við leikinn áður en Silas Songani skoraði jöfnunarmark heimamanna.

Silas skoraði eftir magnaða sendingu innfyrir frá Tarik Ibrahimagic en gleði heimamanna var skammlíf því Danijel tók forystuna á ný skömmu síðar þegar hann fylgdi skoti Valdimars Þórs Ingimundarsonar eftir með marki af stuttu færi.

Víkingar héldu áfram að sækja og bættu þriðja markinu við fyrir leikhlé, þegar Ari Sigurpálsson skoraði eftir gott samspil við Jón Guðna Fjóluson.

Síðari hálfleikurinn var nokkuð rólegur þar sem bæði lið fengu fín færi án þess þó að bæta marki við leikinn fyrr en seint í uppbótartíma, þegar Erlingur Agnarsson slapp auðveldlega í gegn eftir sendingu frá Pablo Punyed. Víkingar voru talsvert betri og verðskulduðu sigurinn í dag.

Íslandsmeistararnir eru komnir með 18 stig eftir 7 umferðir og tróna á toppi Bestu deildarinnar. Vestri er með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner