Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 20. júní 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jói Kalli: Vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekki vel. Við vorum klaufar í varnarleiknum okkar og vorum að gefa alltof oft auðveld sóknartækifæri á okkur, gefa boltann frá okkur og ekki nógu grimmir og ákafir í varnarfærslunum. Eftir góða byrjun, að komast 1-0 yfir svona snemma í leiknum þá er líka svolítið vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona. Við vorum rægir og passívir eftir að við skorum fyrsta markið og þorum ekki að fylgja því eftir." segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA svekktur eftir 3-1 tap á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 ÍA

ÍA á næstu leiki gegn Fram í Mjólkurbikarnum og stuttu eftir það gegn Keflavík í deildinni. Þetta verða þeirra þriðji og fjórði leikur á 12 daga millibili og telur Jói þetta álag á sína menn hafa áhrif en á sama tíma vill hann sigra úr þessum tveim leikjum.

„Það er bikarinn núna á miðvikudaginn en við vorum settir í þá stöðu eftir þetta landsleikjahlé að leikirnir röðuðust þétt upp hjá okkur og við höfum lent í meiðslum og skakkaföllum þannig þetta er erfið törn fyrir okkur framundan en þetta er hárrétt, við ætlum að fara inn í leikinn á miðvikudaginn í bikarnum til þess að vinna hann og fara síðan í næstu umferð. Síðan eftir það skoðum við hvernig við ætlum að ná í 3 stig á móti Keflavík."

Jóhannes heldur áfram,
„Þetta er álag en það breytir ekki að við eigum að gera betur en það sem við erum að sýna en þetta er rosalega svekkjandi að í miðju íslandsmóti skildi vera sett upp eitthvað hraðmót og frí, svo lendir það á einhverjum fáum liðum að þurfa að spila mjög þétt á meðan önnur lið eru ekki að spila eins þétt. Það er ósanngjarnt en það breytir ekki að við eigum að gera mikið betur."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner