Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 20. júní 2021 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Roma sagt nálægt því að fá Patricio
Jose Mourinho, nýr stjóri Roma er sagður vera nálægt því að ganga frá kaupum á Rui Patricio markverði Wolves.

Roma og Patricio eru búin að ná samkomulagi en viðræður milli liðanna eru í fullum gangi svo hægt sé að klára viðskiptin.

Patricio leikur með portúgalska landsliðinu á Evrópumótinu um þessar mundir en liðið tapaði í miklum markaleik gegn Þýskalandi í gær.

Talið er að Patricio fari frá Wolves fyrir 12 milljónir punda en ef af þessum vistaskiptum verður ætla Wolves að fá Jose Sa markvörð Olympiakos til liðsins.


Athugasemdir
banner