Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 20. júní 2022 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar: Ég veit bara ekki hvað þeir voru að gera
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fá fullt af færum til að skora fleiri mörk. Þeir fengu líka færi. Ég held að bæði lið geti verið svekkt,” sagði Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV, eftir 3-3 jafntefli gegn Fram í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

„Ég er drullusvekktur,” sagði Andri sem skoraði sjálfur tvö mörk í leiknum.

Það var spurning með seinna mark Andra, hvort það hafi verið rangstaða eða ekki. „Ég veit bara ekki hvað þeir voru að gera. Hann (Þórir Guðjónsson) fer niður og þeir geta sparkað honum út af, en setja hann eitthvað fram. Ég sé hann liggja þarna og tek hlaupið því ég vissi að ég væri aldrei rangstæður. Ég veit ekki af hverju þeir spörkuðu ekki boltanum út af; ég varð að nýta mér þetta.”

Andri hefur átt frekar erfitt uppdráttar fyrir framan markið í sumar en hann náði að skora tvisvar í kvöld. „Ég er að komast í betra stand og þegar mörkin tikka inn líka þá er ég sáttur.”

Hægt er að sjá allt viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Andri ræðir meira um árangur ÍBV í sumar, en liðið er sem stendur á botni deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner