„Mér fannst við fá fullt af færum til að skora fleiri mörk. Þeir fengu líka færi. Ég held að bæði lið geti verið svekkt,” sagði Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV, eftir 3-3 jafntefli gegn Fram í Bestu deildinni.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 3 ÍBV
„Ég er drullusvekktur,” sagði Andri sem skoraði sjálfur tvö mörk í leiknum.
Það var spurning með seinna mark Andra, hvort það hafi verið rangstaða eða ekki. „Ég veit bara ekki hvað þeir voru að gera. Hann (Þórir Guðjónsson) fer niður og þeir geta sparkað honum út af, en setja hann eitthvað fram. Ég sé hann liggja þarna og tek hlaupið því ég vissi að ég væri aldrei rangstæður. Ég veit ekki af hverju þeir spörkuðu ekki boltanum út af; ég varð að nýta mér þetta.”
Andri hefur átt frekar erfitt uppdráttar fyrir framan markið í sumar en hann náði að skora tvisvar í kvöld. „Ég er að komast í betra stand og þegar mörkin tikka inn líka þá er ég sáttur.”
Hægt er að sjá allt viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Andri ræðir meira um árangur ÍBV í sumar, en liðið er sem stendur á botni deildarinnar.
Athugasemdir