Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
banner
   mán 20. júní 2022 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar: Ég veit bara ekki hvað þeir voru að gera
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fá fullt af færum til að skora fleiri mörk. Þeir fengu líka færi. Ég held að bæði lið geti verið svekkt,” sagði Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV, eftir 3-3 jafntefli gegn Fram í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

„Ég er drullusvekktur,” sagði Andri sem skoraði sjálfur tvö mörk í leiknum.

Það var spurning með seinna mark Andra, hvort það hafi verið rangstaða eða ekki. „Ég veit bara ekki hvað þeir voru að gera. Hann (Þórir Guðjónsson) fer niður og þeir geta sparkað honum út af, en setja hann eitthvað fram. Ég sé hann liggja þarna og tek hlaupið því ég vissi að ég væri aldrei rangstæður. Ég veit ekki af hverju þeir spörkuðu ekki boltanum út af; ég varð að nýta mér þetta.”

Andri hefur átt frekar erfitt uppdráttar fyrir framan markið í sumar en hann náði að skora tvisvar í kvöld. „Ég er að komast í betra stand og þegar mörkin tikka inn líka þá er ég sáttur.”

Hægt er að sjá allt viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Andri ræðir meira um árangur ÍBV í sumar, en liðið er sem stendur á botni deildarinnar.
Athugasemdir
banner