Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júní 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Ekki valinn í pólska landsliðið því hann samdi við rússneskt félag
Rybus í landsleik með Póllandi 2018.
Rybus í landsleik með Póllandi 2018.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Maciej Rybus mun ekki spila fyrir pólska landsliðið á HM í Katar seinna á árinu eftir að hann gekk í raðir rússneska félagsins Spartak Moskvu.

Rybus er 32 ára og hefur leikið 66 landsleiki fyrir Pólland. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu á frjálsri sölu þann 11. júní.

Pólland neitaði að spila við Rússland í umspilinu fyrir HM vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Í yfirlýsingu frá pólska sambandinu segir að landsliðsþjálfarinn Czeslaw Michniewicz hafi tilkynnt Rybus að í ljósi stöðunnar með félagslið hans þá yrði hann ekki valinn í æfingabúðir Póllands í september. Þar af leiðandi kæmi hann ekki til greina í HM hópinn.

Pólland verður í C-riðli á HM, ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner