Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 20. júní 2022 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er einn af þremur bestu í deildinni - „Gæðin eru ótrúleg"
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Kristall Máni fær boltann og gerir það sem hann vill,” sagði Baldvin Borgarsson í Innkastinu í síðustu viku.

Kristall Máni Ingason hefur verið algjölega stórkostlegur á Íslandsmótinu í sumar, og einnig með U21 landsliðinu.

Kristall lék auðvitað líka frábærlega fyrra þegar hann hjálpaði Víkingum að vinna bæði Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitilinn. Hann er að taka mjög jákvæð skref og ekki langt í að hann verði kominn erlendis.

„Gæðin í þessum gæja eru ótrúleg, hann er topp þrír besti leikmaður deildarinnar eins og hann er að spila,” sagði Baldvin.

„Það var geggjaður punktur hjá Kristal þegar hann sagði að ef það væri ekki áhugi núna að þá væri það aldrei,” sagði Sverrir Mar Smárason.

Heyrst hefur að félög á Norðurlöndunum séu að skoða þennan efnilega leikmann.

​​Kristall Máni, sem er bara tvítugur, á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann verður í eldlínunni á morgun þegar Víkingar mæta Levadia Tallinn í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner
banner