Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. júní 2022 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst eins og Lingard sé bara að hugsa um peninga
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: EPA
Frank McAvennie, fyrrum sóknarmaður West Ham, vonast til þess að félagið hætti að eltast við Jesse Lingard.

Miðjumaðurinn kvaddi Manchester United í sumar og er núna án félags.

Hann hefur verið sterklega orðaður við West Ham en hann var á láni þar fyrir ári síðan og spilaði gríðarlega vel.

En það gengur illa hjá West Ham að semja við hann. „Þeir verða bar að segja skilið við þetta. Hann er búinn að fá tækifæri til að skrifa undir en er augljóslega að bíða eftir einhverju öðru,” segir McAvennie við West Ham Zone.

„Hann er bara að hugsa um peninga.”

Það hefur verið talað um það í breskum fjölmiðlum að Lingard og umboðsmaður hans séu að biðja um ansi stóran samning.

Lingard, sem er 29 ára gamall, sat mikið á bekknum hjá Man Utd á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner