Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. júní 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Stjarnan fer til Spánar í EM-hléinu - „Pásan hjá okkur er bara sex vikur"
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Stjörnunnar mun halda til Katalóníu á Spáni í næsta mánuði og undirbúa sig fyrir átökin í seinni hluta tímabilsins en þetta sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Stjarnan vann ÍBV 4-0 í síðasta leik deildarinnar fyrir langt hlé en næsti leikur liðsins er gegn Val þann 28. júlí.

Evrópumót landsliða hefst í næsta mánuði og er því hlé á Bestu-deildinni en Stjörnukonur ætla að mæta af miklum krafti inn í seinni hlutann.

Liðið æfir í þessari viku áður en þær fá vikufrí og svo fer svona annað undirbúningstímabil af stað. Liðið fer svo til Spánar og æfir þar í tíu daga.

„Við æfum í þessari viku og síðan í næstu viku er frí. Síðan byrjum við aftur 4. júlí og æfum í viku áður en við förum til Katalóníu þar sem við verðum í tíu daga og svo æfum við fram að leik. Pásan hjá okkur er bara sex vikur," sagði Kristján í léttu gamni í lok viðtals.

Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig eftir sigur gærkvöldsins.
Kristján Guðmunds: Alveg nauðsynlegt að vinna þennan
Athugasemdir
banner
banner
banner