mið 20. júlí 2022 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Fernandes: Veit ekki hvað er í gangi í hausnum á Ronaldo
Mynd: EPA
Það lítur út fyrir að Portúgalinn Cristiano Ronaldo sé á förum frá Manchester United en hann hefur beðið um það.

Hann gekk aftur til liðs við félagið fyrir síðustu leiktíð en hann lék með United áður á árunum 2003-2009. Landi hans og samherji hjá United, Bruno Fernandes var spurður út í gang mála.

„Auðvitað virðum við ákvörðunina hnas. Ég veit ekki hvað Ronaldo sagði við félagið eða stjórann. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum en við verðum að gefa honum tíma," sagði Fernandes.

„Það sem við vitum er að hann á við persónuleg vandamál að stríða svo við verðum að gefa honum tíma og pláss. Ronaldo var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili. Hann kom með mörk til okkar, en ég ræð engu, það er félagið sem tekur ákvarðanir og Ronaldo ákveður fyrir sig."

Ronaldo hefur undanfarið verið orðaður við Atletico Madrid.


Athugasemdir
banner
banner