
Neymar, Antony, Kounde, Azpilicueta, Lingard, Soumare, Kimpembe og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.
Paris St-Germain bauð brasilíska framherjann Neymar (30) til Manchester City í skiptum fyrir portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (27) en Englandsmeistararnir höfnuðu tilboðinu. (Le Parisien)
Liverpool hefur spurst fyrir um brasilíska vængmanninn Antony (22) hjá Ajax en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United. (Football Insider)
Chelsea hefur samþykkt að borga Sevilla 51 milljón punda verðmiðann á franska varnarmanninum Jules Kounde (23). Tilboðið hljóðar upp á mögulega hækkun um 4 milljónir í viðbót. (Sun)
Chelsea er einnig í viðræðum við Paris St-Germain um möguleg kaup á Presnel Kimpembe (26) fyrir 50 milljónir punda en óttast að franski varnarmaðurinn hafni því að fara á Stamford Bridge. (Standard)
Chelsea býr sig undir að veita Manchester United samkeppni um hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) hjá Barcelona. (Relevo)
Tottenham hefur áhuga á ítalska vængmanninum Nicolo Zaniolo (23) hjá Roma en þarf að selja leikmenn fyrst. (Calciomercato)
Enski miðjumaðurinn Harry Winks (26) og spænski vængmaðurinn Bryan Gil (21) eru meðal átta aðalliðsleikmanna Tottenham sem hafa fengið þau skilaboð að þeir geti farið í sumar. (Standard)
Chelsea er tilbúið að hleypa spænska varnarmanninum Cesar Azpilicueta (32) til Barcelona um leið og búið er að tryggja leikmann í staðinn. (Marca)
Crystal Palace hefur komist að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið á bandaríska landsliðsvarnarmanninum Chris Richards (22). Hann verður fjórðu kaup Palace í sumar. (BBC)
Arsenal hefur fengið færi á að kaupa varnarmanninn Manuel Akanji (27) frá Borussia Dortmund en þessi 27 ára svissneski landsliðsmaður vill frekar fara til Manchester United í sumar. (Express)
Nottingham Forest er nýjasta félagið til að sýna áhuga á Jesse Lingard (29) sem hefur farið í viðræður við West Ham. Forest er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. (Guardian)
Lingard er að skoða tilboð frá Abú Dabí og Sádi-Arabíu en hefur útilokað að fara í bandarísku MLS-deildina. (ESPN)
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani (35) er í viðræðum við Villareal um að fara til félagsins á frjálsri sölu eftir að hann yfirgaf Manchester United í lok síðasta tímabils. (Mail)
Brighton mun biðja um meira en 50 milljónir punda frá Manchester City í spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella (23). (90min)
Mónakó hefur gert 15 milljóna punda tilbið í franska miðjumanninn Boubakary Soumare (23) hjá Leicester. (Footmercato)
Úlfarnir íhuga að gera tilboð í belgíska sóknarmanninn Christian Benteke (31) sem er að fara í síðasta ár samnings síns við Crystal Palace. (Sun)
Billy Gilmor (21), miðjumaður Chelsea, ætlar að funda með Thomas Tuchel um framtíð sína. Everton íhugar að gera lánstilboð í þennan skoska landsliðsmann. (Telegraph)
Athugasemdir