Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   fim 20. júlí 2023 23:24
Sölvi Haraldsson
Jeffsy svekktur: Heilt yfir áttum við leikinn í 90 mínútur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er bara svekktur. Mér fannst við vera betri aðilinn stóran part af leiknum. Við áttum meira skilið úr leiknum. Ég er bara gríðarlega svekktur með leikinn í dag.“ sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir svekkjandi 3-2 tap gegn Leikni R. í Breiðholtinu í kvöld. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Þrótturum mistekst að vinna.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Þróttur R.

Ian Jeffs var ósammala með það að fyrri hálfleikurinn hafi verið kaflaskiptur en hann var ekki sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig.

Ég er bara mjög ósammála þér. Mér fannst hann ekki kaflaskiptur. Þeir skora tvö mörk á móti umferð. Við vorum alveg að stjórna leiknum. En það er bara pirrandi að þegar við erum að spila virkilega vel, eins og við gerum seinasta hálftímann í dag, að við séum að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir. Mér fannst það bara ekki gefa rétta mynd af leiknum. En svona er þetta. Við þurfum að verja vítateiginn betur en þetta. Við gleymdum okkur í þessum tveimur augnablikum og okkur var refsað. Þeir eru með góðan framherja (Omar Sowe) sem nýtur þessi tvö augnablik og skorar tvö mörk. Bara vel gert hjá honum en ég er bara mjög pirraður og svekktur að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir sem mér fannst mjög ósanngjarnt.“

Seinni hálfleikurinn var í eigu Þróttara en hvað gerist eftir að Þróttur nær að jafna leikinn?

Þetta er bara eina augnablikið þar sem við gelymdum okkur inni í teig og þeir voru bara með betri gæði en við sóknarlega í dag til að klára þessi færi. En heilt yfir áttum við leikinn í 90 mínútur. En ég er bara mjög svekktur með það að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum.“

Jeffsy talar um þessi augnablik þar sem þeir gleymdu sér. Var eitthvað sérstakt sem hann var ósáttur með eða var þetta bara skítur skeður?

Nei þetta var ekki skítur skeður. Það er ekki skítur skeður þegar maður hefur fengið öll þessi mörk á sig sem við höfum gert í sumar. Í þriðja markinu gleymdum við okkur bara. Menn eiga bara að vita sín hlutverk. Þessi augnablik eru að kosta okkar. Stóran hluta af leiknum í dag vorum við betra liðið. En áfram gakk og það er bara næsti leikur.“

Úrslitin í dag þýða að Þróttur og Leiknir eru með verstu varnirnar í deildinni. Þau hafa fengið flestu mörkin á sig en er einhver möguleiki að Þróttararnir styrki sig í glugganum sem er núna opinn?

Eins og staðan er núna verður engin liðstyrkur hjá okkur. Við erum bara að keyra á það sem Þróttur vill gera sem er að gefa ungu leikmönnunum tækifæri. Eins og þú sást í dag að þá byrjuðu sex uppaldnir leikmenn í liðinu hjá okkur og þar að fimm á bekknum. Þetta er bara leiðin sem við ætlum að fara og það er bara þannig að þegar maður er með marga unga og óreynda leikmenn að þá verða mistök sem við verðum að læra af. Það er bara hluti af þessu og við verðum bara að halda áfram að þróa þetta lið og gera okkar besta.

Hvernig lýst Jeffsy á framhaldið í deildinni?

Við tökum bara einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Ægi sem verður erfiður leik þar sem Ægir eru að styrkja sig mjög mikið. Við þurfum að sýna sömu frammistöðu og við höfum gert í seinustu tveimur leikjum og vera aðeins einbeittari varnarlega og þá detta stigin aftur inn í hús. Bara halda áfram.“ sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir 3-2 í Breiðholtinu gegn Leikni R. í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner