Albert Guðmundsson og Mikael Egill Ellertsson voru báðir á skotskónum er Genoa vann Venezia, 3-1, í Íslendingaslag í æfingaleik í dag.
Albert var í byrjunarliði Genoa og þá byrjaði Bjarki Steinn BJarkason hjá Venezia.
Albert skoraði annað mark Genoa á 43. mínútu leiksins en þetta var fyrsti leikur Genoa á undirbúningstímabilinu.
Mikael Egill Ellertsson kom inn af bekknum hjá Venezia í síðari hálfleik. Þegar tólf mínútur voru eftir minnkaði hann muninn fyrir Venezia eftir stoðsendingu Bjarka.
Lokatölur 3-1 fyrir Genoa sem mætir Mantova næst á meðan Venezia spilar við Vis Pesaro.
Elías Már Ómarsson skoraði eina mark NAC Breda í 1-1 jafntefli gegn Excelsior. Elías að skora annan æfingaleikinn í röð og er sá heldur betur að verða klár fyrir hollensku úrvalsdeildina.
Valgeir byrjaði í jafntefli
Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn með Häcken sem gerði 2-2 jafntefli við Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni.
Häcken er í fimmta sæti með 24 stig.
Þorri Mar Þórisson kom inn af bekknum á 69. mínútu er Öster vann Sundsvall, 2-0, í sænsku B-deildinni. Öster er í öðru sæti með 29 stig.
Róbert Orri Þorkelsson var í vörn Kongsvinger sem tapaði fyrir Moss, 1-0, í norsku B-deildinni. Eyþór Martin Björgólfsson kom inn af bekknum hjá Moss í leiknum.
Moss er í öðru sæti með 29 stig en Kongsvinger í 5. sæti með 25 stig.
Óskar Borgþórsson var þá í byrjunarliði Sogndal sem tapaði 3-0 fyrir Ranheim. Sogndal er í 7. sæti með 23 stig.
Athugasemdir