Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 12:18
Ívan Guðjón Baldursson
Belgía spilar við Ísrael í Ungverjalandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgía spilar heimaleik við Ísrael í Þjóðadeildinni í september en leikurinn mun ekki fara fram í Belgíu.

Það fannst ekkert bæjarfélag í Belgíu sem var reiðubúið til að hýsa þessa viðureign og því mun hún fara fram í Debrecen í Ungverjalandi, fyrir luktum dyrum.

   13.07.2024 21:00
Belgar neita að hýsa ísraelska landsliðið - Spilað utan landsteinanna


Belgískar borgir töldu sig ekki geta tryggt öryggi leikmanna og áhorfenda í landsleik gegn Ísrael, enda er stór hluti Belgíu sem aðhyllist íslamstrú og er bálreiður yfir gjörðum Ísraelshers undanfarna mánuði.

Í Belgíu eru hörð mótmæli gegn stríðinu í Palestínu en búast má við að heimaleikir Frakklands og Ítalíu, sem eru einnig með í riðlinum, gegn Ísrael verði spilaðir á heimavelli þrátt fyrir mótmæli.

Alþjóðafótboltasambandið FIFA er með mál á borðinu frá palestínska fótboltasambandinu, þar sem beðið er um að ísraelska landsliðið fái ekki að taka þátt í alþjóðlegum leikjum vegna stríðsins. FIFA mun taka ákvörðun í því máli 31. ágúst, vikum eftir að Ólympíuleikunum lýkur í París,

Ísrael er í riðli með Malí, Paragvæ og Japan á fótboltamóti Ólympíuleikanna.
Athugasemdir
banner
banner