Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Belgar neita að hýsa ísraelska landsliðið - Spilað utan landsteinanna
Mynd: Getty Images
Belgía og Ísrael mætast í Þjóðadeildinni í haust en leikurinn mun ekki fara fram í Belgíu þar sem engin borg í landinu fæst til að hýsa ísraelska landsliðið. Het Laatste Nieuws greinir frá. Leikurinn verður því spilaður utan landsteinanna, en ekki er ljóst hvar.

Belgía og Ísrael mætast 6. september og eru í riðli ásamt Frakklandi og Ítalíu í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Það er mikið af múslimum sem eru búsettir í Belgíu og treysta bæjarfélög þar í landi sér ekki til að fá landslið Ísraels í heimsókn, bæði vegna pólitískra skoðana og vegna ótta um alvarlegar óeirðir. Það ríkir mikil spenna á milli Ísraels og múslimska heimsins þessa dagana vegna hryllingsins sem er að eiga sér stað fyrir botni miðjarðarhafs.

Frakkar eiga heimaleik gegn Ísrael í nóvember og á leikurinn að fara fram á Parc des Princes í París, en búast má við miklum mótmælum.

Ítalir spila við Ísrael í október en ekki er búist við jafn miklum mótmælum þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner