Vestri mætti í heimsókn í Kórinn fyrr í dag, leikar enduðu 1-1 í baráttuleik. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra horfði á leikinn úr stúkunni en hann er í banni. Davíð mætti engu að síður í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Vestri
„Varnarframmistaða okkar liðs var mjög góð, heilt yfir þó að markið hafi verið full ódýrt. Liðið varðist vel og sem ein heild.
Ákveðið gæðaleysi á síðasta þriðjung, það er eins og það er. Við þurfum klárlega að vinna í þeim málum."
Davíð tók leikbann út í dag vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
„Ég ætla bara að segja það sem ég var að hugsa, það er drulluerfitt. Gríðarlega erfitt í svona leik, baráttuleikur. Manni langar að vera nær þessu en maður verður að draga lærdóm að því."
„Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi. Þetta skiptir mig gríðarlegu máli. Ég er háværari en aðrir. Ég hef reynt að temja mér það að vera ekki dónalegur en er hávær."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir