„Bara eins og alltaf þegar maður tapar leikjum, maður er svekktur“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir tap gegn Þrótti í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 FH
„Við spiluðum kerfi sem við erum ekki búin að spila mikið í sumar, eða lítið sem ekki neitt og það gekk á köflum og á köflum ekki. Góðu kaflarnir voru fannst mér bara fínir og þetta var kaflaskipt hjá okkur og svo sem hjá Þrótti líka.“
„Þær ógnuðu okkur ekki mikið í opnum leik, þær áttu örfá færi mér fannst færi FH-liðsins fleiri og áttum gott momentum í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað komist yfir en nýttum það ekki og þær skora gott mark og við náum ekki að svara því.“
Þróttur skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Hvernig var það að sjá boltann í netinu? „Það var bara mjög súrt því mér fannst við líklegri til þess að skora þetta mark heldur en Þróttur, en þetta er bara svona í fótbolta.”
Félagsskiptagluggin opnaði 17. júlí. Munum við sjá einhver ný andlit í Hafnarfirðinum? „ Ef allt myndi ganga upp þá væru einhver ný andlit en ég veit það ekki það verður bara að koma í ljós, það er allavega ekkert í hendi eins og staðan er núna.”
FH vildi fá víti í uppbótartíma. „Bara pjúra víti. Það svo sem kemur ekki á óvart að dómari leiksins hafi ekki haft þor til þess að flauta. Þetta bara kórónar hans leik í dag .”
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.