ÍA 1 - 3 FHL
0-1 Samantha Rose Smith ('30)
0-2 Emma Hawkins ('33)
0-3 Samantha Rose Smith ('51)
1-3 Erna Björt Elíasdóttir ('55)
0-1 Samantha Rose Smith ('30)
0-2 Emma Hawkins ('33)
0-3 Samantha Rose Smith ('51)
1-3 Erna Björt Elíasdóttir ('55)
ÍA tók á móti toppliði FHL í eina leik dagsins í Lengjudeild kvenna og unnu gestirnir nokkuð þægilegan sigur.
Bandarísku stelpurnar Samantha Smith og Emma Hawkins sáu um markaskorun gestanna sem komust í þriggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks.
Erna Björt Elíasdóttir minnkaði muninn skömmu síðar en Skagakonum mistókst að koma til baka eftir það og urðu lokatölur 1-3.
FHL er í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 11 umferðir, átta stigum fyrir ofan Aftureldingu. Ljóst er að FHL ætlar sér upp í Bestu deildina í haust.
ÍA situr eftir í neðri hlutanum, með 15 stig. Skagastelpur eru þó aðeins fimm stigum á eftir Aftureldingu sem situr í öðru sæti í afar jafnri deild.
Athugasemdir