Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   mán 20. ágúst 2018 20:21
Egill Sigfússon
Óli Jó: Blikarnir fara yfirleitt ekki yfir miðju í fyrri hálfleik
Óli var kátur eftir sigur í toppslagnum
Óli var kátur eftir sigur í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur sótti 3 stig á Kópavogsvöll í toppslag Pepsí-deildar karla í kvöld þegar þeir unnu 3-1 sigur á Breiðablik. Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var kampakátur með sigurinn sem hann sagði verðskuldaðan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Valur

„Tillfinningin er mjög góð, þetta var mjög sanngjarn sigur eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem við rúlluðum bara yfir þá. Geggjaður leikur."

Ólafur sagði að þrátt fyrir að Blikar fóru að sækja í seinni hálfleik hafði hann engar áhyggjur af sigrinum. Ólafur sagði að Breiðablik fari yfirleitt ekkert yfir miðju í fyrri hálfleik leikja sinna.

„Blikarnir þorðu svo að fara yfir miðju í seinni hálfleik. Yfirleitt þarf maður ekki að hafa áhyggjur af þeim í fyrri hálfleik, þeir fara aldrei framfyrir miðju, þeim finnst best að vera í vörn. Við vorum þreyttir en það var engin hætta þannig séð."

Eftir að hafa dottið út gegn Sheriff í undankeppni Evrópudeildarinnar sagði Ólafur að það hefði verið mikilvægt að vinna þennan leik og er hann bjartsýnn á framhaldið.

„Mér lýst bara vel á framhaldið, það er bara áfram gakk og næsti leikur við undirbúum okkur undir hann. Það var uppleggið að fara í þennan leik og vinna hann og við unnum sanngjarnan sigur. Mér fannst við bara vera betri í dag."

Ólafur vildi ekki hafa viðtalið lengra og ákvað að enda viðtalið sjálfur, eldhress með sigurinn og vildi komast inn í klefa til að fagna.

„Hvað ertu búinn að vera lengi að læra hjá Elvari, nú er viðtalið búið að vera í fimm mínútur. Þetta er gott svona, takk fyrir."
Athugasemdir
banner
banner
banner