Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Andy Carroll þreyttur á sögum: Þetta er algjört kjaftæði
Andy Carroll fagnar marki.
Andy Carroll fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Andy Carroll, framherji Newcastle, segist ekki nenna að lesa umfjallanir um sig í bresku götublöðunum þar sem að mikið af kjaftæði komi þar fram.

Carroll samdi við sitt gamla félag Newcastle á dögunum en hann hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.

Aðspurður hvort hann lesi um sjálfan sig sagði Carroll: „Ég gerði það fyrir nokkrum árum og það var svo mikið af slæmri umfjöllun að ég hugsaði, 'Þetta skiptir mig ekki máli.' Því að þetta er mest megnis lygi."

„Það var ein frétt, held ég á síðasta tímabili, um að ég hefði meiðst þegar ég var drukkinn að klifra yfir svalir í æfingaferð með West Ham. Ég átti víst að hafa dottið af svölunum og meiðst. Þetta var í blöðunum! Ég hugsaði með mér, af hverju er ég að lesa þetta? Þetta er algjört kjaftæði."

„Ég var líka sagður hafa unnið leik í borðtennis, hafa fagnað meeð því að hoppa á borðtennisborðið og tognað á ökkla þegar ég lenti. Ha? Ég ákvað að hætta að lesa allt."


Aðspurður út í meiðslavandræði sín undanfarin ár sagði Carroll: „Þetta er ekki mín sök. Ég vil ekki vera einn í ræktinni í endurhæfingu. Ég vil vera úti á velli að gera það sem ég elska að gera, spila fótbolta og vera með strákunum. Ég hef verið svo lengi frá að ég vil ekki vera það lengur."

„Fólk hugsar með sér að ég sé að fá borgað svo þetta skipti ekki máli. Nei - Það er ekki málið. Ég fór ekki í þetta starf bara til að fá borgað. Já, ég fæ vel borgað en ég valdi þetta starf því ég elska það. Þar er munurinn."

„Ég elska ekki að vera í ræktinni. Allir sem þekkja mig vita að ég hata ræktina, hún er það versta. Ég vil vera úti leggja hart að mér og komast í form. Ég hef alltaf lagt hart að mér, líka þegar ég er meiddur."

Athugasemdir
banner
banner
banner