Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Ajax gerði jafntefli
Dusan Tadic er enn hjá Ajax.
Dusan Tadic er enn hjá Ajax.
Mynd: Getty Images
Slavia Prag gerði góða hluti í Evrópudeildinni í vor.
Slavia Prag gerði góða hluti í Evrópudeildinni í vor.
Mynd: Getty Images
Ajax gerði markalaust jafntefli við APOEL Nicosia í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Ajax komst alla leið í undanúrslit á síðustu leiktíð og sigraði Real Madrid og Juventus á leið sinni þangað. Hollensku meistararnir gerðu þá einnig tvö jafntefli við FC Bayern í riðlakeppninni.

Þeir misstu þó bestu leikmenn sína í sumar og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim farnast með breyttan leikmannahóp.

Í dag spilaði Ajax vel og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. APOEL færði sig neðar á völlinn í síðari hálfleik og varð leikurinn talsvert jafnari fyrir vikið og minna um færi.

Hægri bakvörðurinn Noussair Mazraoui fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og kláruðu gestirnir því leikinn manni færri.

APOEL 0 - 0 Ajax
Rautt spjald: Noussair Mazraoui, Ajax ('80)

Slavia Prag og Club Brugge eru þá komin í kjörstöðu eftir 0-1 sigra á útivelli í dag.

Slavia hafði betur gegn CFR Cluj í Rúmeníu. Lukas Masopust gerði eina mark leiksins á 28. mínútu.

Heimamenn fengu tækifæri til að jafna á 79. mínútu en Billel Omrani klúðraði vítaspyrnunni. Leikurinn var jafn og heimamenn óheppnir að ná ekki inn jöfnunarmarki.

CFR Cluj 0 - 1 Slavia Prag
0-1 Lukas Masopust ('28)

Hans Vanaken gerði eina mark leiksins er Club Brugge sigraði LASK Linz í Austurríki. Leikurinn var í járnum og lítið um færi.

LASK Linz 0 - 1 Club Brugge
0-1 Hans Vanaken ('10, víti)

Seinni leikirnir fara fram á miðvikudaginn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner