Aron Jóhannsson meiddist í leik með varaliði Lech Poznan á dögunum. Aron skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en þurfti að fara af velli áður en hálfleikurinn var úti.
Aron varð fyrir axlarmeiðslum, hann axlarbrotnaði og fór einnig úr axlarlið. Fram kemur á pólskum miðli að Aron geti verið frá í allt að hálft ár.
Aron varð fyrir axlarmeiðslum, hann axlarbrotnaði og fór einnig úr axlarlið. Fram kemur á pólskum miðli að Aron geti verið frá í allt að hálft ár.
Aron er samningsbundinn Lech Poznan út þetta ár og óvíst hvort hann spili aftur fyrir pólska félagið.
„Aron er í endurhæfingu. Hann varð fyrir því óláni að meiðast. Hann fékk leiðbeiningar hvað hann ætti að gera. Ég get ekki sagt mikið meira að svo stöddu. Hann mun snúa til baka á réttum tímapunkti," sagði Maciej Skorza, þjálfari Lech Poznan.
Aron er þrítugur sóknarmaður og gekk í raðir Lech í febrúar á þessu ári. Hann spilaði tíu leiki með aðalliðinu og skoraði tvö mörk. Lech er nú í leit að nýjum framherja í stað Arons.
Athugasemdir