Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már kom inn og skoraði
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson kom inn af bekknum og skoraði í 2-1 tapi Excelsior gegn NAC Breda í hollensku B-deildinni.

Elías Már var iðinn við markaskorun undir lok síðasta tímabils en það nægði ekki til að bjarga Excelsior frá falli úr efstu deild. Nú er hann búinn að skora sitt fyrsta mark á nýju tímabili.

Elíasi var skipt inn í stöðunni 1-0 og skoraði hann mínútu síðar, á 76. mínútu. Það dugði þó ekki því Sydney van Hooijdonk, sonur Pierre van Hooijdonk, gerði sigurmark heimamanna undir lokin.

Elías Már, sem er fæddur 1995, hefur aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliði Excelsior í haust. Liðið er í fjórða sæti, með 13 stig eftir 7 umferðir.

NAC Breda 2 - 1 Excelsior
1-0 I. Ilic ('61)
1-1 Elías Már Ómarsson ('76)
2-1 Van Hooijdonk ('87)

Í ensku varaliðadeildinni var Ísak Snær Þorvaldsson í byrjunarliði Norwich sem tapaði 0-2 fyrir Stoke.

Jökull Andrésson fékk þá 5 mörk á sig er Reading tapaði fyrir Fulham. Martell Taylor-Crossfade setti þrennu í fyrri hálfleik.

Fulham komst í 3-0 og leiddi 4-1 í hálfleik en Reading náði að jafna og var staðan 4-4 á lokakaflanum.

Luca de la Torre gerði sigurmarkið á 85. mínútu en hann gerði einnig fyrsta mark leiksins á 5. mínútu.

Norwich U23 0 - 2 Stoke U23
0-1 K. Kyeremateng ('57)
0-2 A. Kigbu ('67)

Fulham U23 5 - 4 Reading U23
1-0 De la Torre ('5)
2-0 Taylor-Crossfade ('14)
3-0 Taylor-Crossfade ('18)
3-1 G. Osho ('33, víti)
4-1 Taylor-Crossfade ('45)
4-2 A. Liddle ('48)
4-3 E. Coleman ('63)
4-4 M. Olise ('76)
5-4 De la Torre ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner