Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Hjörvar Hafliða spáir í lokaumferðina í Inkasso
Hjörvar Hafliðason spáir í lokaumferðina.
Hjörvar Hafliðason spáir í lokaumferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það mun mikið mæða á Rafael Victor á laugardaginn.
Það mun mikið mæða á Rafael Victor á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fer Óskar Hrafn upp með Gróttu á laugardaginn?
Fer Óskar Hrafn upp með Gróttu á laugardaginn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það ríkir mikil spenna og eftirvænting fyrir lokaumferðinni í Inkasso-deild karla sem fram fer á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram á sama tíma og hefjast þeir klukkan 14:00.

Fjölnir tryggði sér sæti upp í Pepsi Max-deildina í síðustu umferð en Grótta og Leiknir R. berjast um hitt lausa sætið í Pepsi Max-deildinni. Grótta stendur vel að vígi fyrir lokaumferðina og nægir jafntefli gegn Haukum til að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu.

Fallbaráttan er ekki síður minna spennandi. Njarðvík féll í síðustu umferð en enn eru fjögur lið sem geta fylgt Njarðvíkingum niður um deild. Þróttur er í fallsæti fyrir umferðina en þeir mæta Aftureldingu sem einnig eru í fallbaráttu. Þá eru Magni og Haukar einnig í mikilli hættu á að falla.

Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttarins, Dr. Football ætlar að spá í leikina í lokaumferðinni en Björn Berg Bryde varnarmaður HK spáði í síðustu umferð og var með einn leik réttan.

Þróttur R. 1 - 1 Afturelding (14:00 á morgun)
Þetta endar með jafntefli. Rafael Victor setur hann snemma fyrir Þróttara en Andri Freyr Jónasson jafnar fyrir Aftureldingu seint í leiknum. Bæði lið tryggja sér þar með sæti í deildinni.

Þór 1 - 2 Magni (14:00 á morgun)
Magnaðir Magnamenn bjarga sér með sigri í Þorpinu.

Grótta 2 - 0 Haukar (14:00 á morgun)
Þetta er erfiðasti leikur sögunnar til að tippa á. Óskar Hrafn er vinur minn og ég vona að hann vinni. Það er engin lógík á bakvið þetta, þetta verður svo skrítinn leikur að það hálfa væri nóg. Þar sem spái ég því að Grótta fari upp í Pepsi Max og Haukar falli í 2. deildina.

Leiknir R. 3 - 1 Fram (14:00 á morgun)
Þetta endar með 3-1 sigri Leiknis. Sólon Breki þakkar traustið og setur þrennu.

Keflavík 1 - 2 Fjölnir (14:00 á morgun)
Fjölnismenn taka við titlinum eftir 2-1 sigur í Keflavík. Jón Gísli Ström setur bæði mörkin og tileinkar mörkin Samsung fjölskyldunni.

Víkingur Ó. 4 - 1 Njarðvík (14:00 á morgun)
Bílaútsalan gefst aldrei upp. Ef ég þekki mína menn rétt í Bílaútsölunni þá verða þeir farnir að syngja og tralla klukkutíma fyrir leik í Ólafsvík. Þrátt fyrir það að þeir verði í banastuði í stúkunni þá verða þeir að sætta sig við tap gegn Ejub og félögum.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (3 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (2 réttir)
Gísli Eyjólfsson (2 réttir)
Starki á völlunum (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Björn Berg Bryde (1 réttur)
Damir Muminovic (1 réttur)
Doddi litli (1 réttur)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner