Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Hrannar Björn spáir í lokaumferðina í 2. deildinni
Hrannar Björn Steingrímsson.
Hrannar Björn Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lokaumferðin í 2. deild karla fer fram klukkan 14:00 á morgun en þar eru Leiknir F, Vestri og Selfoss nnþá að berjast um tvö sæti í Inkasso-deildinni.

Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, settist í spádómsstólinn fyrir umferðina.



Fjarðabyggð 0 - 2 Leiknir F. (14:00 á morgun)
Ég held að Leiknismenn fari nokkuð auðveldlega í gegnum þennan leik og tryggi sér titilinn nokkuð þægilega.

Vestri 4 - 0 Tindastóll (14:00 á morgun)
Það verður veisla fyrir vestan á laugardaginn. Lord Bjarni Jó hefur engan húmor fyrir því að klúðra sæti í Inkasso á heimavelli í síðustu umferðinni á móti slakasta liði deildarinnar.

Kári 1 - 3 Selfoss (14:00 á morgun)
Tokic skorar að vild í þessari deild og það verður engin undantekning um helgina. Hann hendir í þrennu sem mun hins vegar ekki duga Selfyssingum til að fara upp í Inkasso.

Víðir 3 - 3 Dalvík/Reynir (14:00 á morgun)
Síðasta umferð og hvorugt liðið að spila upp á eitthvað þannig það verður sóknarbolti í aðalhlutverki í Garðinum. Cristian Martinez skorar úr víti fyrir Víði en Kristján Freyr mun ekki skora fyrir Dalvík/Reyni.

ÍR 3 - 2 KFG (14:00 á morgun)
Það verður eitthvað svipað uppi á teningnum hér og í Garði. Tímabilið þannig séð búið hjá báðum liðum og enginn nennir að verjast. ÍR enda tímabilið á þremur stigum.

Völsungur 3- 1 Þróttur V. (14:00 á morgun)
Mínir menn vita að það er hundleiðinlegt að mæta á lokahóf eftir tapleik svo þeir leggja allt í þennan leik og klára þetta vonbrigðasumar á sigri. Alli Jói með þrennu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner