Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 20. september 2019 22:40
Baldvin Pálsson
Tara Björk komin með 101 leik fyrir Hauka: Gaman að vera loyal
Haukar unnu ÍR 3-2 í lokaumferð Inkasso deildar kvenna
Kvenaboltinn
Tara Björk Gunnarsdóttir
Tara Björk Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar sigruðu ÍR 3-2 á Ásvöllum í kvöld í seinustu umferð Inkasso deildar kvenna. Tara Björk Gunnarsdóttir var heiðruð fyrir leikinn og fékk blómvönd að gjöf en hún var að spila sinn 101. leik fyrir Hauka.

„Tilfinningin er góð, er ánægð að fá að spila svona marga leiki og gaman að vera loyal."

Stelpurnar í Haukum unnu verðskuldaðan sigur en þær voru betri aðilinn allan leikinn og hefðu getað skorað mun fleiri en samt sem áður var fyrri hálfleikurinn erfiður hjá þeim.

„Leikurinn var ekki alveg eins og við lögðum upp með, við byrjuðum erfiðlega og vorum stressaðar. Seinni hálfleikurinn var betri en samt ekki alveg uppá 10 en við allavega lönduðum sigri."

Haukar enda tímabilið í 4. sæti deildarinnar með 36 stig. Þær hefðu getað stolið 3. sætinu ef úrslit í öðrum leikjum hefðu farið eftir ósk en svo var ekki.

„Auðvitað viljum við gera eins vel og við getum en fyrsta markmiðið er alltaf að vinna leikinn. Hitt hefði auðvitað verið bónus og mjög gaman."

Þær geta verið sáttar með tímabilið og þá sérstaklega seinni hlutann. Haukar hafa unnið seinustu 7 leiki sína í deildinni og unnið 10 af seinustu 11 leikjum.

„Já, ég er sátt og sérstaklega með seinni hluta tímabilsins. Við höfum unnið 10 af seinustu 11 sem er mjög gott. Við byrjuðum soldið erfiðlega en ég er mjög stolt að við höfum stigið upp svona í lokin og stolt af stelpunum."
Athugasemdir
banner