Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   fös 20. september 2019 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Schalke vann þriðja leikinn í röð
Schalke 2 - 1 Mainz
1-0 Suat Serdar ('36)
1-1 Karim Onisiwo ('74)
2-1 Amine Harit ('89)

Schalke var að vinna sinn þriðja deildarleik í röð og er liðið komið með tíu stig eftir fimm umferðir.

Schalke fékk Mainz í heimsókn og verðskuldaði að leiða 1-0 í hálfleik eftir gott mark frá Suat Serdar. Amine Harit átti frábæra stoðsendingu.

Austurríski landsliðsmaðurinn Karim Onisiwo jafnaði fyrir Mainz með stórglæsilegu marki á 74. mínútu en það dugði ekki til.

Harit gerði nefnilega sigurmark Schalke á 89. mínútu. Hann skoraði þá eftir frábært einstaklingsframtak þar sem hann skoraði með fjóra menn í kringum sig.

Stoðsendingin fæst skráð á Jonjoe Kenny sem hefur farið gríðarlega vel af stað í þýsku deildinni. Kenny er hjá Schalke að láni frá Everton.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
9 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner