Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 20. september 2020 16:36
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar stígur til hliðar - Þórir tekur við Dalvík/Reyni (Staðfest)
Þórir Áskelsson
Þórir Áskelsson
Mynd: Dalvík/Reynir
Óskar Bragason hefur tekið ákvörðun um að stíga til hliðar sem þjálfari Dalvíkur/Reynis. Þórir Guðmundur Áskelsson tekur við liðinu út tímabilið.

Óskar tók við Dalvík/Reyni haustið 2018 og endaði liðið í 8. sæti í fyrra. Liðinu hefur gengið illa í ár og situr í fallsæti, með 10 stig eftir 17 umferðir.

Dalvíkingar eru þremur stigum frá Víði í öruggu sæti sem stendur, en Víðismenn eiga leik til góða.

Þórir er vel þekktur í Dalvík enda spilaði hann fyrir liðið í þrjú ár. Hann lék svo fyrir Reyni í tvö ár á lokametrum leikmannaferilsins.

Þórir, sem lék lengst af fyrir Þór, tók við stjórnartaumunum hjá Dalvík/Reyni sumarið 2012 og stýrði liðinu til 6. sætis í 2. deildinni, með 36 stig úr 22 leikjum.

„Knattspyrnudeild Dalvíkur vill nota tækifærið og þakka Óskari Bragasyni fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni," segir í frétt á dalviksport.is.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner