Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 20. september 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Riqui Puig má leita sér að nýju félagi
Mynd: Getty Images
Riqui Puig, ungur miðjumaður Barcelona, er ekki í áformum Ronald Koeman á spænska tímabilinu.

Í gær kepptust spænskir fjölmiðlar við að greina frá því að Koeman hafi sagt Puig að hann megi leita sér að nýju félagi.

Koeman var spurður út í þennan orðróm eftir sigur í æfingaleik gegn Elche og svaraði: „Ég mæli með því að Riqui fari út á lán því ungur leikmaður eins og hann þarf að fá spiltíma."

Puig er 21 árs miðjumaður sem gerði frábæra hluti með B-liði Barca og var færður upp í aðalliðið á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í ellefu deildarleikjum með Barca á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn Barca eru margir óhressir með þessar fregnir en Koeman telur Puig ekki vera með nægan líkamlegan styrk eða reynslu til að berjast um sæti í aðalliðinu í bili, enda er drengurinn tæpir 170cm á hæð og í kringum 55kg.
Athugasemdir
banner
banner
banner