Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 20. september 2020 14:47
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: AIK skellti Hammarby
Mynd: Hammarby
Mynd: Þorgrímur Þráinsson
Aron Jóhannsson lék allan leikinn í fremstu víglínu er Hammarby var skellt af AIK í efstu deild sænska boltans í dag.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í hópi hjá AIK sem hefur verið í óvæntri fallbaráttu til þessa. Sigurinn í dag kom liðinu úr fallsæti.

AIK vann leikinn 3-0 á heimavelli og er með 21 stig eftir 20 umferðir. Hammarby er í efri hluta deildarinnar og hefði getað jafnað Norrköping á stigum í fjórða sæti með sigri.

AIK 3 - 0 Hammarby
1-0 N. Bahoui ('27)
2-0 P. Abraham ('37)
3-0 M. Lustig ('77)

Í B-deildinni í Svíþjóð var Bjarni Mark Antonsson á miðjunni hjá Brage sem gerði jafntefli við fallbaráttulið Dalkurd.

Seth Hellberg kom Brage yfir á 61. mínútu og virtust gestirnir ætla að sigla sigrinum í höfn.

Í uppbótartíma fékk Alexander Zetterström sitt annað gula spjald og á 97. mínútu kom jöfnunarmark heimamanna.

Brage er sex stigum frá baráttunni um sæti í efstu deild.

Dalkurd 1 - 1 Brage
0-1 Seth Hellberg ('61)
1-1 Mbenza ('97)
Rautt spjald: Alexander Zetterström, Brage ('92)

Paderborn tapaði þá gegn Holsten Kiel í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar. Samúel Kári Friðjónsson var ekki með.
Athugasemdir
banner
banner