Valgeir Valgeirsson var að koma HK yfir gegn Stjörnunni þegar skammt er eftir af leiknum.
Eins og staðan er mun Fylkir falla úr deildinni.
Það hefur heldur betur lifnað við þessum leik en það dróg til tíðinda stuttu fyrir markið er Birnir Snær Ingason var rekinn af velli með sitt annað gula spjald fyrir dýfu.
„RISAÁKVÖRÐUN!
Birnir tékkar sig inn í teiginn og fellur við. Vilhjálmur telur um leikaraskap hafi verið að ræða, flautar og gefur seinna gula og rautt.
Vá...mig vantar VAR hérna...þessi var rosaleg!" sagði Magnús í textalýsingu á leiknum.
Það er stórleikur hjá HK í næstu umferð er liðið mætir erkifjendunum í Breiðablik en Ívar Örn Jónsson fékk gult spjald fyrr í leiknum í kvöld og verður því ásamt Birni í banni gegn Breiðablik.
Mikil óánægja er með rauða spjaldið á Twitter.
Þetta er ekki víti en ekki snjóboltaséns í helvíti að detta sé gult fyrir leikaraskap.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) September 20, 2021
hvaða djok er þetta? hvernig er þetta seinna gult?? aldrei dýfa
— Ari Sigurpálsson (@ASigurpalsson) September 20, 2021
Ok þó hann fari mögulega auðveldlega niður er þá svona rosalega nauðsynlegt að reka hann af velli? Stundum verða menn að lesa aðeins í aðstæður. Það gerði Vilhjálmur ekki þarna að mínu mati.
— Rikki G (@RikkiGje) September 20, 2021
Seinna gula fyrir þetta? Þetta er svo mikið grín oft þessir dómar. Bara afþví hann dæmir ekki víti þá þarf hann að reyna vera sniðugur og gefa gult fyrir dýfu. Djók dómur og þetta á að vera einn af okkar fremstu dómurum Vilhjálmur Alvar. Djöfulsins brandari að horfa á þetta
— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) September 20, 2021
Athugasemdir