Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 20. september 2022 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki þeirra hæsta xG í sumar þrátt fyrir átta mörk
Adam Ægir Pálsson átti stórleik gegn Fram.
Adam Ægir Pálsson átti stórleik gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Fram og Keflavíkur í Bestu deild karla síðasta laugardag var einhver ótrúlegasti fótboltaleikur sem sést hefur á Íslandi.

Leikurinn endaði með 4-8 sigri Keflavíkur, en þessi lið enduðu í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar.

Það er áhugavert að líta á skýrsluna úr þessum leik en samkvæmt henni hefðu mörkin átt að vera mun færri. Fram var með 2,01 í xG og Keflavík - sem gerði átta mörk í leiknum - var með 3,38 xG í gegnum leikinn.

'Expected goals' er tölfræði sem sýnir fram á það hversu líklegt lið er að skori miðað við tækifæri. Færin í þessum leik voru mörg en gæði þeirra voru ekki alveg í samræmi við það hversu mörg mörk voru skoruð í raun og veru.

Þetta var ekki góður dagur fyrir markverði og varnarmenn í þessum liðum.

Það er athyglisvert að Keflavík hefur einu sinni í sumar verið með hærra xG en það var í leik gegn Val. Þá voru þeir með 4,17 í xG en skoruðu bara þrjú mörk í 0-3 sigri.

„Þeir virtust bara þurfa að komast nálægt markinu okkar til þess að skora mörk í dag og það er eitthvað sem er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir leikinn.

Keflavík og Fram eigast aftur við 29. október. Hvernig fer þá?


Innkastið - Titillinn á hraðleið í Kópavog og FH í fallsæti
Athugasemdir
banner