Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 20. september 2022 15:08
Elvar Geir Magnússon
UEFA staðfestir að Rússland getur ekki verið með á EM 2024
Frá Moskvu í Rússlandi.
Frá Moskvu í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Þann 9. október verður dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2024 en keppnin verður haldin í Þýskalandi. Drátturinn verður í Frankfurt.

Þýskaland kemst sjálfkrafa á mótið sem gestgjafi og tekur því ekki þátt í undankeppninni.

UEFA staðfesti í dag að Rússland fær ekki að taka þátt í undankeppninni. Öll rússnesk lið eru bönnuð frá keppni á vegum UEFA vegna stríðsástandsins í Úkraínu.

Ísland verður að sjálfsögðu eitt af 53 landsliðum í undankeppninni. Skipt verður upp í tíu riðla, sjö sem eru með fimm liðum og þremur með sex liðum.

Liðin tíu sem vinna sinn riðil og liðin tíu sem enda í öðru sæti komast beint í lokakeppnina. Þá verða þrjú laus sæti eftir á mótinu sem keppt verður um í umspili í mars 2024.
Athugasemdir
banner
banner