Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 20. september 2023 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Úr því sem komið var þá var fínt að tapa ekki leiknum þannig að með okkar markatölu þá ættum við að vera komnir langleiðina með þetta en það var samt smá bömmer að ná ekki að klára þetta í kvöld miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Í seinni hálfleik þá ætluðum við bara að taka þetta með annari og vorum ekki að fara í návígin okkar og einhvernveginn misstum dampinn og fengum á okkur tvö trúðamörk þannig að það var svona smá súrt bragð í munninum eins og staðan er núna en svo bara vaknar maður á morgun og þá erum við nokkurnveginn komnir með þetta." 

Þrátt fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu þá var Arnar ekki ósáttur með hugarfar sinna manna í síðari hálfleik.

„Nei alls ekki, þetta er bara svo mannlegt eðli að þú ert búin að tryggja þér titil á laugardaginn og fagna mjög mikið og svo kominn 2-0 yfir og leikurinn er frekar auðveldur þannig séð og við erum með allt undir control en þá bara gefur þú aðeins eftir í hausnum og fyrsta markið þeirra það var högg í andlitið og svo skora þeir nákvæmlega eins mark og fá sjálfstraust um að við séum svolítið off og þá ganga þeir svolítið á lagið en mér fannst við samt fá nægilega mikið af færum til þess að klára leikinn og mögulega fengu þeir einhver færi líka þannig að á endanum er þetta bara hið fínasta stig miðað við hvernig seinni hálfleikurinn var búin að þróast og þeir búnir að jafna í 2-2." 

Nánar rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner