Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta leik í treyju Blackburn Rovers í dag.
Skagamaðurinn kom til Blackburn í sumar frá CSKA Moskvu og mun því spila með enska félaginu næsta árið.
Hann meiddist fljótlega eftir komu sína til Blackburn og var ekki með í síðasta landsliðsverkefni.
Arnór ræddi um endurkomu sína í viðtali við heimasíðu Blackburn á dögunum og nú styttist í að hann verði klár með aðalliðinu, en í kvöld spilaði hann í 2-0 tapi U21 árs liðsins gegn varaliði Herthu Berlin.
Kantmaðurinn var í byrjunarliði Blackburn og spilaði 75 mínútur áður en honum var skipt af velli.
Það má því halda í vonina að hann verði í landsliðshópnum í næsta mánuði þegar Ísland mætir Lúxemborg og Liechtenstein.
Arnor Sigurdsson played 75 mins tonight In a 0-2 defeat for the U21s #rovers https://t.co/9DSNPLXr6P
— Albert E Oater (@EwoodTerraces) September 20, 2023
Athugasemdir