Gunnar Örvar Stefánsson, leikmaður Hauka, er hættur í fótbolta, en þetta tilkynnti hann í gær.
Gunnar, sem er 29 ára gamall, lék með Dalvík/Reyni, Haukum, KA, Magna og Þór á ellefu ára meistaraflokksferli sínum.
Hann spilaði 136 leiki og skoraði 45 mörk í næstu efstu deild ásamt því að leika sex leiki í efstu deild með KA.
Gunnar fór í áhugavert ævintýri til St. Andrews í næstu efstu deild á Möltu fyrir tveimur árum, þá á láni frá KA, en sneri aftur á Akureyri í apríl sama ár.
Þetta var ekki fyrsta ævintýri hans erlendis en hann spilaði einnig með Vado á Ítalíu og Spjelkavik í Noregi.
Skórnir eru nú komnir upp í hillu en hann lék sitt síðasta tímabil með Haukum í 2. deildinni í sumar þar sem hann gerði þrjú mörk í átta leikjum.
Athugasemdir