Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mið 20. september 2023 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í gær.
Frá æfingu í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég hlakka mjög mikið til. Það er langt síðan við höfum spilað keppnisleik þannig að það verður gaman," sagði Hlín Eiríksdóttir, framherji landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Á föstudaginn spilar Ísland sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni er þær mæta Wales á Laugardalsvelli. Svo spilar þær við Þýskaland ytra.

„Það er gaman að koma til Íslands, það er geggjað veður. Þetta er mjög gaman."

Á sínu fyrsta tímabili með Íslendingaliði Kristianstad
Hlín er á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad í Svíþjóð en það er mikið Íslendingafélag. Hún hefur verið að spila vel og er búin að skora átta mörk í 20 deildarleikjum.

„Þetta hefur verið góður tími. Spilamennskan hefur verið góð upp á síðkastið þannig að akkúrat núna líður mér frábærlega. Mér finnst ég vera að bæta mig mikið," segir Hlín.

„Persónulega finnst mér ég hafa verið sæmilega stöðug í gegnum tímabilið. Við erum búnar að vinna tvo leiki í röð núna sem er sterkt hjá okkur."

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Hvernig er að vinna með henni?

„Það er frábært, algjörlega frábært. Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja. Hún er einstök að mörgu leyti. Ég hef lært helling, sérstaklega taktískt og alveg frá því ég fór til Svíþjóðar. Ég er búin að bæta mig taktískt alveg endalaust frá því ég kom þangað fyrst og ég hef haldið áfram að gera það hjá Betu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Hlín fer meira yfir verkefnið sem framundan er.

Ísland spilar við Wales á föstudaginn. Miðasala á leikinn gegn Wales er í fullum gangi á tix.is ásamt því að mótsmiðasala á heimaleiki liðsins í keppninni verður í gangi fram að leik á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner