Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 20. september 2023 19:58
Sölvi Haraldsson
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Okkur grunaði að Afturelding myndu liggja til baka að teignum og þétta raðirnar og leggjast í skotgrafirnar. Okkur gekk illa að opna þá og gefum þeim aulalegt mark úr föstu leikatriði í fyrri hálfleik. Það er rándýrt í svona einvígi. Síðan neyðumst við til að rótera aðeins í liðinu og gera skiptingu eftir að Andi Hoti fer meiddur af velli, þeir skora síðan fljótlega eftir það. Við komum til baka og náum að skora þetta mark sem heldur lífi í einvíginu. Við þurfum bara að fara í Mosó á sunnudaginn og vinna leikinn þar.“ sagði Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 tap gegn Aftureldingu í fyrri leik liðanna um að komast í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Afturelding

Vigfús vill ekki meina að 2-1 gefi rétta mynd á leikinn. 

Við fengum líka góð færi í seinni hálfelik þar sem markmaðurinn þeirra varði vel. Við hefðum getað skorað fleiri en þeir voru að refsa okkur með skyndisóknum en fengu ekkert voðalega mörg færi úr því. Við vorum lélegir á boltanum í dag, þetta var mjög stíft og því miður var ekki nægilega mikið flæði í sóknarleiknum okkar í dag.  En við ætlum að við ætlum að vinna þá á sunnudaginn. Ég veit ekkert hvað Afturelding ætlar að gera. Ætla þeir að leggjast aftur á teiginn og bíða eftir okkur? Okkur er svosem sléttsama, við ætlum að vinna þá.

Vigfús segir að það hafi komið þjálfarateymi Leiknis í opna skjöldu hversu aftarlega þeir féllu á völlinn.

Það kom okkur ekkert í opna skjöldu að þeir hafi fallið aftarlega á völlinn en það kom okkur kannski í opna skjöldu hversu aftarlega þeir féllu. Það fór varla maður yfir miðju hjá þeim þegar þeir stigu á okkur, það kom okkur vissulega í opna skjöldu. Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur að við myndum refsa þeim. Þetta gekk upp hjá þeim samt í dag, við þurfum bara að finna svör fyrir sunnudaginn og vinna þá.

Það átti sér stað mjög óheppilegt atvik í seinni hálfleik þegar Andi Hoti þurfti að fara meiddur af velli eftir höfuðmeiðsli, Vigfús var spurður út í ástandið á honum og hvernig hann sá atvikið sem gerðist beint fyrir framan varamannabekkina.

Þetta var óhapp. Hann fór í tæklingu og fékk hnéð í andlitið á honum. Hann er að bólgna svolítið upp núna í kinnbeininu. Hann er að fara upp á slysó núna, það eru engin einkenni um heilahristing eins og er. Við fylgjumst vel með honum og verðum að bíða og sjá hvort hann verði klár fyrir sunnudaginn.

Vigfús kemur síðan inn á það að Arnór Ingi hafi farið meiddur af velli eftir högg sem hann fékk á öklann. Annars komu allir heilir úr leiknum.

Vigfús er að upplifa það í fyrsta skipti að spila í slíku einvígi og segir það mikilvægt að hans menn verði klárir fyrir sunnudaginn.

Ég er að upplifa þetta í fyrsta sinn að spila svona einvígi. Við vorum að tapa fótboltaleik og auðvitað er svona tapsvekkelsi í manni en við þurfum að hreinsa það fljótt úr. Það er stutt í næsta leik á sunnudaginn og við þurfum að vera klárir þá bæði andlega og líkamnlega til að vinna Aftureldingu.


Athugasemdir
banner
banner