Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
   mið 20. september 2023 19:58
Sölvi Haraldsson
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Okkur grunaði að Afturelding myndu liggja til baka að teignum og þétta raðirnar og leggjast í skotgrafirnar. Okkur gekk illa að opna þá og gefum þeim aulalegt mark úr föstu leikatriði í fyrri hálfleik. Það er rándýrt í svona einvígi. Síðan neyðumst við til að rótera aðeins í liðinu og gera skiptingu eftir að Andi Hoti fer meiddur af velli, þeir skora síðan fljótlega eftir það. Við komum til baka og náum að skora þetta mark sem heldur lífi í einvíginu. Við þurfum bara að fara í Mosó á sunnudaginn og vinna leikinn þar.“ sagði Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 tap gegn Aftureldingu í fyrri leik liðanna um að komast í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Afturelding

Vigfús vill ekki meina að 2-1 gefi rétta mynd á leikinn. 

Við fengum líka góð færi í seinni hálfelik þar sem markmaðurinn þeirra varði vel. Við hefðum getað skorað fleiri en þeir voru að refsa okkur með skyndisóknum en fengu ekkert voðalega mörg færi úr því. Við vorum lélegir á boltanum í dag, þetta var mjög stíft og því miður var ekki nægilega mikið flæði í sóknarleiknum okkar í dag.  En við ætlum að við ætlum að vinna þá á sunnudaginn. Ég veit ekkert hvað Afturelding ætlar að gera. Ætla þeir að leggjast aftur á teiginn og bíða eftir okkur? Okkur er svosem sléttsama, við ætlum að vinna þá.

Vigfús segir að það hafi komið þjálfarateymi Leiknis í opna skjöldu hversu aftarlega þeir féllu á völlinn.

Það kom okkur ekkert í opna skjöldu að þeir hafi fallið aftarlega á völlinn en það kom okkur kannski í opna skjöldu hversu aftarlega þeir féllu. Það fór varla maður yfir miðju hjá þeim þegar þeir stigu á okkur, það kom okkur vissulega í opna skjöldu. Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur að við myndum refsa þeim. Þetta gekk upp hjá þeim samt í dag, við þurfum bara að finna svör fyrir sunnudaginn og vinna þá.

Það átti sér stað mjög óheppilegt atvik í seinni hálfleik þegar Andi Hoti þurfti að fara meiddur af velli eftir höfuðmeiðsli, Vigfús var spurður út í ástandið á honum og hvernig hann sá atvikið sem gerðist beint fyrir framan varamannabekkina.

Þetta var óhapp. Hann fór í tæklingu og fékk hnéð í andlitið á honum. Hann er að bólgna svolítið upp núna í kinnbeininu. Hann er að fara upp á slysó núna, það eru engin einkenni um heilahristing eins og er. Við fylgjumst vel með honum og verðum að bíða og sjá hvort hann verði klár fyrir sunnudaginn.

Vigfús kemur síðan inn á það að Arnór Ingi hafi farið meiddur af velli eftir högg sem hann fékk á öklann. Annars komu allir heilir úr leiknum.

Vigfús er að upplifa það í fyrsta skipti að spila í slíku einvígi og segir það mikilvægt að hans menn verði klárir fyrir sunnudaginn.

Ég er að upplifa þetta í fyrsta sinn að spila svona einvígi. Við vorum að tapa fótboltaleik og auðvitað er svona tapsvekkelsi í manni en við þurfum að hreinsa það fljótt úr. Það er stutt í næsta leik á sunnudaginn og við þurfum að vera klárir þá bæði andlega og líkamnlega til að vinna Aftureldingu.


Athugasemdir
banner
banner