Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 20. september 2023 19:58
Sölvi Haraldsson
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Okkur grunaði að Afturelding myndu liggja til baka að teignum og þétta raðirnar og leggjast í skotgrafirnar. Okkur gekk illa að opna þá og gefum þeim aulalegt mark úr föstu leikatriði í fyrri hálfleik. Það er rándýrt í svona einvígi. Síðan neyðumst við til að rótera aðeins í liðinu og gera skiptingu eftir að Andi Hoti fer meiddur af velli, þeir skora síðan fljótlega eftir það. Við komum til baka og náum að skora þetta mark sem heldur lífi í einvíginu. Við þurfum bara að fara í Mosó á sunnudaginn og vinna leikinn þar.“ sagði Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 tap gegn Aftureldingu í fyrri leik liðanna um að komast í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Afturelding

Vigfús vill ekki meina að 2-1 gefi rétta mynd á leikinn. 

Við fengum líka góð færi í seinni hálfelik þar sem markmaðurinn þeirra varði vel. Við hefðum getað skorað fleiri en þeir voru að refsa okkur með skyndisóknum en fengu ekkert voðalega mörg færi úr því. Við vorum lélegir á boltanum í dag, þetta var mjög stíft og því miður var ekki nægilega mikið flæði í sóknarleiknum okkar í dag.  En við ætlum að við ætlum að vinna þá á sunnudaginn. Ég veit ekkert hvað Afturelding ætlar að gera. Ætla þeir að leggjast aftur á teiginn og bíða eftir okkur? Okkur er svosem sléttsama, við ætlum að vinna þá.

Vigfús segir að það hafi komið þjálfarateymi Leiknis í opna skjöldu hversu aftarlega þeir féllu á völlinn.

Það kom okkur ekkert í opna skjöldu að þeir hafi fallið aftarlega á völlinn en það kom okkur kannski í opna skjöldu hversu aftarlega þeir féllu. Það fór varla maður yfir miðju hjá þeim þegar þeir stigu á okkur, það kom okkur vissulega í opna skjöldu. Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur að við myndum refsa þeim. Þetta gekk upp hjá þeim samt í dag, við þurfum bara að finna svör fyrir sunnudaginn og vinna þá.

Það átti sér stað mjög óheppilegt atvik í seinni hálfleik þegar Andi Hoti þurfti að fara meiddur af velli eftir höfuðmeiðsli, Vigfús var spurður út í ástandið á honum og hvernig hann sá atvikið sem gerðist beint fyrir framan varamannabekkina.

Þetta var óhapp. Hann fór í tæklingu og fékk hnéð í andlitið á honum. Hann er að bólgna svolítið upp núna í kinnbeininu. Hann er að fara upp á slysó núna, það eru engin einkenni um heilahristing eins og er. Við fylgjumst vel með honum og verðum að bíða og sjá hvort hann verði klár fyrir sunnudaginn.

Vigfús kemur síðan inn á það að Arnór Ingi hafi farið meiddur af velli eftir högg sem hann fékk á öklann. Annars komu allir heilir úr leiknum.

Vigfús er að upplifa það í fyrsta skipti að spila í slíku einvígi og segir það mikilvægt að hans menn verði klárir fyrir sunnudaginn.

Ég er að upplifa þetta í fyrsta sinn að spila svona einvígi. Við vorum að tapa fótboltaleik og auðvitað er svona tapsvekkelsi í manni en við þurfum að hreinsa það fljótt úr. Það er stutt í næsta leik á sunnudaginn og við þurfum að vera klárir þá bæði andlega og líkamnlega til að vinna Aftureldingu.


Athugasemdir
banner
banner