Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane: Farið bara og náið í Harry Kane
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane var sérfræðingur hjá Sky Sports í kringum stórleik Manchester United og Liverpool í dag.

Þessi fyrrum fyrirliði United er ekki beint þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.

United hefur verið í vandræðum með að skora mörk á tímabilinu. Sóknarmennirnir sem félagið hefur innanborðs eru: Marcus Rashford, Anthony Martial og hinn 17 ára gamli Mason Greenwood.

Keane vill að United fari og kaupi Harry Kane frá Tottenham.

„Farið og náið í Kane. Náið í Kane frá Spurs, auðvelt mál," sagði Keane.

Gary Neville, annar fyrrum leikmaður Man Utd, sagði þá: „Þú verður vinsæll hjá stuðningsmönnum Tottenham."

Keane sagði þá: „Farið bara og náið í hann. Þeir eru í vandræðum, náið í hann."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner