Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 20. október 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Hélt að hann gæti ekki beðið um rautt á Pickford
Markvörðurinn Jordan Pickford var heppinn að fá ekki rautt spjald fyrir tæklinguna á Virgil van Dijk í grannaslag Everton og Liverpool um helgina.

Hollenski varnarmaðurinn verður lengi frá en margir furða sig á því að Pickford hafi sloppið, sérstaklega í ljósi þess að VAR myndbandsdómgæslukerfið var í notkun.

David Coote, dómarinn sem sá um VAR dómgæsluna, hélt að í ljósi þess að Van Dijk var rangstæður þá gæti hann ekki mælt með því að Pickford myndi fá rauða spjaldið.

VAR var mjög áberandi í leiknum en mark var dæmt af Liverpool í uppbótartíma, mark sem hefði reynst sigurmark leiksins.
Athugasemdir
banner