Sigurður Jónsson er orðaður við þjálfarastarfið hjá NSÍ Runavík í Færeyjum.
Heimildir bolt.fo herma að Siggi sé á meðal þeirra sem koma til greina í starfið.
Heimildir bolt.fo herma að Siggi sé á meðal þeirra sem koma til greina í starfið.
Siggi Jóns er fyrrum landsliðsmaður en hann er núna afreksþjálfari ÍA, ásamt því að þjálfa 2. flokk félagsins.
Hann er fyrrum þjálfari FH, Víkings R., Grindavíkur og Kára, en hann hefur einnig þjálfað Djurgården og Enköpings í Svíþjóð.
Sigurður var orðaður við þjálfarastarfið hjá Víkingi Ólafsvík fyrr í sumar, en Guðjón Þórðarson var ráðinn. Svo skemmtilega vill til að Guðjón er fyrrum þjálfari NSÍ.
Athugasemdir