Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. október 2021 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku og Werner fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik
Romelu Lukaku í leiknum gegn Malmö
Romelu Lukaku í leiknum gegn Malmö
Mynd: EPA
Romelu Lukaku og Timo Werner, framherjar Chelsea, fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik gegn sænska liðinu Malmö í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Lukaku vann vítaspyrnu fyrir Chelsea eftir að Lasse Nielsen tæklaði hann í teignum. Chelsea fékk vítaspyrnu sem Jorginho skoraði úr en Lukaku komst þó ekki heill frá tæklingunni.

Sjúkrateymi Chelsea hugaði að Lukaku áður en hann haltraði af velli og inn kom Kai Havertz.

Undir lok fyrri hálfleiks neyddist svo Werner til að fara útaf vegna meiðsla í ökkla og annar framherji farinn af velli. Callum Hudson-Odoi kom inn í hans stað.

Þetta er mikill höfuðverkur fyrir Thomas Tuchel og hans menn sem eru á toppnum í ensku úrvalsdeildinni með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner