Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. nóvember 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Ari Freyr: Lagerback er grunnurinn að öllu þessu góða gengi
Icelandair
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason var í viðtali við Bjarna Helgason, blaðamann Morgunblaðsins og talaði þar meðal annars um að landsliðsþjálfarar Íslands hefðu fengið óverskuldaða gagnrýni.

„Við vorum svo gott sem meiðslalausir í sjö ár þegar Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson voru með liðið og gátum þess vegna alltaf spilað á sama liðinu allan tímann. Það er auðvelt að gagnrýna þegar menn þurfa að fara að breyta og beygja út af vananum ef svo má segja," segir Ari.

„Sú gagnrýni sem Erik Hamren og Freyr Alexandersson hafa fengið er algjörlega óverðskulduð að mínu mati enda báðir miklir toppmenn og þjálfarar."

Ari segir að Lars Lagerback sé þó smiðurinn á bak við velgengnisár íslenska landsliðsins.

„Allir þjálfarar landsliðsins sem ég hef unnið með í gegnum tíðina hafa verið ólíkir og nálgun þeirra hefur verið mismunandi. Fyrir mér er það hins vegar alltaf Lars Lagerbäck sem er númer eitt. Hann er þvílíkt toppeintak og kom mér inn í þetta á sínum tíma," segir Ari.

„Hann hjálpaði mér mikið og skólaði mig til ef svo má segja. Það hugarfar sem hefur verið ríkjandi innan landsliðsins er honum að þakka og hann breytti því algjörlega þegar hann tók við liðinu. Hann er grunnurinn að öllu þessu góða gengi undanfarin ár."

Sjá einnig:
Ari Freyr mögulega búinn að spila sinn síðasta leik
Athugasemdir
banner
banner