fös 20. nóvember 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meðleigjandi Ísaks: Skólabókardæmi um atvinnumann sem stefnir á toppinn
Frændurnir og bestu vinirnir Oliver og Ísak Bergmann.
Frændurnir og bestu vinirnir Oliver og Ísak Bergmann.
Mynd: OS
Í búningi ÍA fyrir tveimur árum.
Í búningi ÍA fyrir tveimur árum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ísak Bergmann frændi og meðleigjandi er ekkert að fara stoppa fyrr en hann kemst á toppinn," sagði Oliver Stefánsson í 'hinni hliðinni' í apríl þegar hann var spurður hver væri efnilegasti leikmaður landsins.

Oliver og Ísak Bergmann Jóhannesson eru Skagamenn sem eru báðir á mála hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, Oliver er árinu eldri en Ísak.

Skólabókardæmi um góðan atvinnumann
Oliver svaraði í vikunni spurningum um mjaðmameiðsli sem hann hefur glímt við frá því á síðasta ári. Hann var einnig spurður út í Ísak Bergmann og hvernig það hefur verið að fylgjast með þróun hans síðasta árið.

„Það má vel segja að þetta hefur verið mjög skrítið ár þar sem ég hef varla spilað fótbolta en hef verið að fylgjast með og lært heilan helling af Ísaki bæði sem íþróttamanni og persónu," sagði Oliver.

„Hann er skólabókardæmi um góðan atvinnumann og eins og ég sagði þá er hann ekkert að fara stoppa fyrr en hann kemst alla leið á toppinn. Það er ekkert annað sem hann hugsar um en að komast þangað og ég sé ekkert geta stoppað hann í því á næstu árum."

Hvernig er samband Ísaks og Olivers?

„Okkar samband er mjög gott. Við höfum verið saman og spilað fótbolta saman síðan við byrjuðum að labba og höfum eiginlega alltaf verið saman í öllu eftir það."

„Við höfum verið bestu vinir alla okkar lífstíð, erum það í dag og munum vonandi alltaf vera!"
sagði Oliver að lokum.

Sjá einnig:
„Ef þú vilt eitthvað nógu mikið þá geriru allt sem í þínu valdi stendur"
Ísak fjórði yngsti landsliðsmaður Íslands í sögunni
„Ísak er atvinnumaður 24/7"
Athugasemdir
banner
banner
banner