Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Oliver Stefánsson (IFK Norrköping)
Mynd: Getty Images
Óli Þórðar er grjótharður.
Óli Þórðar er grjótharður.
Mynd: Fótbolti.net
Oliver og Ísak Bergmann.
Oliver og Ísak Bergmann.
Mynd: Heimasíða ÍA
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson er á mála hjá IFK Norrköping. Hann lék einn leik með ÍA í Inkasso-deildinni árið 2018.

Oliver er unglingalandsliðsmaður sem hefur leikið sautján yngri landsliðsleiki. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Oliver Stefánsson

Gælunafn: Olli

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16 ára þegar ég kom inn á fyrir engan annan en GG9 beint í strikerinn

Uppáhalds drykkur: Ískalt vatn úr Berjadalsánni í Akrafjalli

Uppáhalds matsölustaður: Í Svíþjóð er það Jolla sem þið þekkið ekki neitt en á Íslandi er það sennilega bara Galito á Akranesi

Hvernig bíl áttu: Er ekki kominn með bílpróf, það er 18 ára í Svíþjóð og má ekki taka það á Íslandi. Einhver skrýtin regla þm.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Lucifer eru góðir

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens

Fyndnasti Íslendingurinn: Ef þú ferð inn í herbergi með Kristalli Mána og Jökli Andréssyni muntu grenja úr hlátri allan tímann en munt tapa einhverjum heilasellum í leiðinni, því miður

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég er ekki mikið fyrir bragðarefi en ef ég þyrfti að henda einhverju í þetta væri það 2x jarðaber og lúxus dýfa

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Kör hos er Bra jobbat” Styrktarþjálfarinn að peppa mann eitthvað í þessum meiðslum

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Jesús hatar KR og ólíkt Steinda JR er ég mikill Jesús maður þannig ætli það sé ekki KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Fabio Silva í Porto er ágætur

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Siggi Jóns og Davíð Snorri hafa hjálpað mér mest

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Mikael Egill var óþolandi upp alla yngri flokkana. Hann var 50x hraðari en allir og ég þurfti að elta hann út um allan helvítis völl. Hann gat ekki verið kyrr í 1sek.

Sætasti sigurinn: Fyrir mér var það sigurinn á móti Rússlandi í fyrsta leik á EM U17. Við unnum 3-2 sigur í fyrsta leik og það hlupu allir úr sér lungun til að ná fyrsta sigrinum á stórmóti sem hópur.

Mestu vonbrigðin: Að tapa á móti Portúgal til að komast í 8 liða úrslit og þar af leiðandi tryggja okkur inn á HM

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Stefán Teitur Þórðarson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann frændi og meðleigjandi er ekkert að fara stoppa fyrr en hann kemst á topinn

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Róbert Orri er gríðalega huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Selma Dögg Þorsteinsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Paolo Maldini

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ísak Snær er skuggalega hættulegur

Uppáhalds staður á Íslandi: Jaðarsbakkar á Akranesi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Á yngra ári í 3.flokki var ég að fara spila leik á móti Aftureldingu þegar takkaskórnir mínir eyðilögðust rétt fyrir leik. Pabbi hljóp heim og náði í gömlu takkaskóna sína, svona 15 ára gamlir Puma king og örugglega 2 númerum of stórir en eftir 10 mín í leiknum henti ég í mark frá miðju og endaði svo á því að skora þrennu í 3-2 sigri. Ég hætti ekki að nota þessa skó fyrr en þeir eyðilögðust.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ég stilli klukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég hef gaman af öllum íþróttum en fylgist lang mest með boltanum bara

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Lélegur? Hvað er það?

Vandræðalegasta augnablik: Kannski ekkert sérstaklega vandræðalegt en þetta gerðist í leik með 3. fl. Ég fékk dæmt á mig eitthvað brot sem mér fannst alls ekki vera neitt og lét dómarann alveg vita af því með nokkrum vel völdnum orðum sem fengu að flakka sem endaði á að hann henti gulu spjaldi á mig fyrir kjaft. Þegar hitt liðið tók svo aukaspyrnuna var boltinn á leiðinni framhjá mér á einn gæja sem að hefði verið einn í gegn, ég sló boltann (óvart) og fékk rautt. Frekar vandræðalegt rautt spjald.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki með mér Óla Þórðar þú finnur ekki þrjóskari mann. Hann myndi halda okkur á lífi og finni leið frá eyjunni 100%, tæki svo Orra Hrafn og Kristal Mána til að halda mér í góðu skapi. Þeir tveir eru rosalegir saman.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég fæddist í Englandi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Andri Fannar. Ég hélt að hann væri hundleiðinlegur, ofdekraður pabba strákur úr Breiðablik þegar að ég spilaði við hann í yngri flokkunum en núna er hann bara mjög skemmtilegur, ofdekraður pabba strákur frá Breiðablik

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búin að ná í þvottinn en ég gleymdi honum niðri í þvottarhúsi. Ég þurfti svo að sækja hann daginn eftir og pabbi sá mig. Fékk helvíti hávært orð í eyra þennan morgun.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er lang leiðinlegast

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég vakna 8:00, borða, fer svo út á völl í nudd og meðhöndlun. Hendi mér svo í gym, fer heim að eta, tek 2-3 þætti, fer aftur að eta og fer í tölvuna. Eftir þetta er það yfirleitt annað hvort aftur í gymmið fyrir eða eftir kvöldmat og restin af deginum fer í chill.
Athugasemdir
banner
banner
banner