Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. nóvember 2020 15:58
Magnús Már Einarsson
Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar felldur úr gildi - Mál KR og Fram tekin fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi úrskurð aga- og úrskuðarnefndar sambandsins fyrr í vikunni um að vísa kærum KR og Fram frá.

KR missti af Evrópusæti í karlaflokki en liðið var í 5. sæti í Pepsi Max-deilinni þegar leik var hætt og í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum. Kvennalið KR féll úr Pepsi Max-deildinni. Fram missti af sæti í Pepsi Max-deildinni á markatölu.

KR og Fram ákváð að kæra til aga- og úrskurðarnefndar og óskaði eftir að sú ákvörðun að hætta keppni yrði felld úr gild.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði málinu frá og í kjölfarið fóru KR og Fram með málin fyrir áfrýjunardómstól KSÍ. Áfrýjunardómstólinn hefur fellt ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar úr gildi og því munu kærurnar nú fá efnislega meðhöndlun þar.

„Hinn áfrýjaði úrskurður er felldur úr gildi og málinu vísað til aga-og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands til efnismeðferðar," segir í dómsorðum áfrýjunardómstólsins.
Athugasemdir
banner
banner