Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. nóvember 2022 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Þægilegt fyrir Ekvador gegn heimamönnum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Katar 0 - 2 Ekvador
0-1 Enner Valenca ('16, víti)
0-2 Enner Valencia ('31)


Heimamenn í Katar byrja heimsmeistaramótið illa. Þeir tóku á móti Ekvador í fyrsta leik og réðu engan veginn við sóknarmanninn reynda Enner Valencia.

Valencia kom boltanum í netið eftir þrjár mínútur. Ítalski dómarinn ætlaði að dæma mark til að byrja með en VAR herbergið tók eftir afar naumri rangstöðu og því fékk markið ekki að standa.

Valencia slapp í gegn korteri síðar og braut markvörður Katar augljóslega á honum innan vítateigs. Valencia fór sjálfur á punktinn og skoraði fyrsta mark leiksins.

Valencia tvöfaldaði svo forystuna stundarfjórðungi síðar með frábærum skalla eftir fyrirgjöf. Staðan orðin 2-0 í leikhlé og varð Valencia svo fyrir hnjaski sem varð til þess að honum var skipt útaf í seinni hálfleik.

Heimamenn gerðu sig ekki hættulega gegn gífurlega vel skipulagðri vörn gestanna og var ekki skorað meira í opnunarleik HM. Verðskuldaður sigur Ekvador gegn ósannfærandi heimamönnum.

Það eru þrír leikir á dagskrá á morgun og svo fjórir á dag næstu tíu daga þar á eftir. England mætir til leiks gegn Íran á morgun á meðan Bandaríkin spila við Wales og Holland mætir Senegal.


Athugasemdir
banner
banner
banner